Okkur lék forvitni á að vita hvaða trend væru ráðandi í ár og leituðum til eins af okkar fremstu innanhúsarkítektum til að fá skýr svör um hvaða stefnur og straumar eru í gangi. Hvað sé heitast? Hvað er dottið út? Og hvað er nauðsynlegt?
Innanhússarkitektinn Hanna Stína er þessa dagana að opna vinnustofu og sýningarrými í Kópavogi en hún gaf sér tíma til að gefa okkur góð ráð til að þeir sem eru í eldhúspælingum geti sparað sér bæði tíma og fyrirhöfn.