Innanhússarkitektinn Hanna Stína býr á vandaðri og huggulegri hæð í hjarta gömlu Reykjavíkur ásamt kærasta sínum og einkadóttur. Hún hefur hannað mörg af glæsilegustu heimilum og fyrirtækjum landsins. Það sem er heillandi við hennar stíl er að það er aldrei langt í íburðinn og hún fer alltaf svolítið lengra en aðrir myndu þora að fara án þess þó að útkoman verði of mikið.